Frumsýning á morgun. Horfum og deilum! Styðjum Seyðfirðinga ❤️
Austurfrétt fjallaði um frumsýninguna:
„Við ætlum með þetta myndband út um allan heim og fá fólk með okkur í lið til að þrýsta á stjórnvöld um að gera það sem er rétt í þessu máli,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ.
Myndbandinu er leikstýrt af Silju Hauksdóttur, sem meðal annars hefur leikstýrt kvikmyndunum Dís og Agnes Joy auk þáttanna um Stelpurnar og Ástríður en klippt af Kristjáni Loðmfjörð, sem um tíma bjó á Seyðisfirði en hann hefur margar helstu þætti og kvikmyndir Íslands síðustu ár, meðal annars Verbúðina og Villibráð.
…
Meðal þeirra sem koma fram á fundinum eru ljósmyndarinn Chris Burkard, Ómar Ragnarsson og Árni Pétur Hilmarsson, afkomandi eins þeirra sem leiddu mótmæli Mývetninga gegn virkjun Laxár í Aðaldal. Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm spilar og opnuð verður listsýning um samstöðuna gegn sjókvíaeldinu.
„Við erum að fagna deginum þegar við vernduðum Seyðisfjörð. Við erum stolt af bænum okkar og því sem við erum að vernda: hafinu, náttúrunni og samfélaginu,“ segir Benedikta að lokum.