Norska stórblaðið Dagens Næringsliv (DN) birtir í helgarútgáfu sinni sláandi fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda meiriháttar eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efni heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax.

Eiturefnið kemur í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust, sem nú hefur verið staðfest að er alrangt.

Arctic Sea Farm (Arctic Fish er móðurfélagið) hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtæksins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram:

„Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“

Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður:

„Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“

Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram.

Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.

Umfjöllun DN er á bakvið áskrifarvegg. Hægt er að nálgast umfjöllunina á vef Vísis.

Í rannsókn norsku Hafrannsóknastofnunarinnar á ásætuvörnum sem innihalda tralopyril, birt 18. október segir:

Since 2017 the use of ECONEA or tralopyril as an antofoulant has been increasing in Norwegian aquaculture as tralopyril has been used as an replacement fro Cu2O. In 2022, 98 tons of tralopyril was used for this purpose in Norway.

No maximum residue levels (MRLs) are at present set for tralopyril. When tralopyril was approved as as antofouling product by the Commission it was emphasized that the product assessment should pay particular attention to the exposures, the risks and the efficacy linked to any uses covered by an application. Losses and emissions to the environment should be minimised and any losses or waste containing tralopyril should be collected for reuse or disposal. For products that may lead to residues in food or feed, the need to set new or to amend existing MRLs should be verified, and any appropriate risk mitigation measures should be taken to ensure that the applicable MRLs were not exceeded.

Based on the results of this study with highly sensitive detection methods resulting in low LOQ and uptake > LOQ in salmon muscle in 90-100 % of the individuals and occurrence > LOQ in faeces of 100 % of salmon after 30 days of exposure, the need to set MRLs from use of tralopyril are emphasized together with a need for reassessment of tralopyril used as antifouling agent for aquaculture.