Sláandi skýrsla af hrikalegum starfsaðferðum brasilískra framleiðenda á sojabaunum skekur nú norska fiskeldisgeirann. „Einsog sprengja“ segir í fyrirsögn Dagbladet í dag.
Sojabaunir eru stór þáttur í fóðri sem fiskeldisfyrirtækin nota en ný skýrsla af aðferðum brasílískra framleiðenda afhjúpar hræðilegar aðstæður starfsfólks, ólöglega eyðingu skóga, notkun eiturefna og hroðalega meðferð frumbyggja.
Norsku fyrirtækin fordæma öll starfshætti þessara birgja sinna en eru á sama tíma mjög háð þeim því sojabaunirnar eru ómissandi í fóðrinu. Verður því fróðlegt að fylgjast með hvort þau bregðast við með því að hætta þessum viðskiptum.
Ekki er vitað hvaðan fyrirtækin sem starfa hér við land kaupa fóður. Væntanlega munu fjölmiðlar rannsaka það á komandi dögum.
Sjá umfjöllun norska Dagbladet.