Þrátt fyrir að talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækja við Ísland kjósi að loka augunum fyrir því þá er framtíðin í laxeldi öll á einn veg: eldið fer upp á land eða verður í lokuðum og tryggum kerfum í sjó. Hér er enn eitt dæmið um þessa þróun sem er á fleygiferð um allan heim.
Uppbygging er að hefjast á þessari landeldisstöð í Þelamörk-fylki í suður Noregi. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 5.000 tonna ársframleiðslu sem verður svo aukin í 10.000 tonn á seinni stigum.