Í nóvember komu forráðamenn Arnarlax fram í fjölmiðlum og lýstu hugmyndum sínum um að fraktflug á eldislaxi til Kína gæti verið einn af lykilþáttum þess að standa undir farþegaflugi þangað. Þetta virðist vera hrapalegur misskilningur miðað við reynslu Norðmanna í þessum efnum.
Í meðfylgjandi frétt kemur fram að ekki hefur aðeins verið töluvert tap á fragtflugi með eldislax milli Óslóar og Kína heldur er flug með eldislax á fjarlæga markaði almennt mjög lítið arðbært fyrir flugfélögin. Fáir flokkar af frakt eru jafn óarðbærir fyrir flugfélögin og eldislaxinn.