Af hverju er Landssamband fiskeldisstöðva að reyna að fela staðreyndir um mengun frá laxeldi í opnum sjókvíum?
Í grein sem birtist á Vísi í dag fer Jón Kaldal yfir skollaleik Landssambands fiskeldisstöðva með tölur og áætlanir um skólpmengun frá fiskeldi í opnum sjókvíum:
„Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? …
Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys.
Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar.“