Stuðningur Bjarkar við baráttuna fyrir vernd villtra laxastofna hefur vakið verðskuldaða athygli.

Fjölmiðlar, bæði á Íslandi og utan landsteinanna hafa fjallað um nýtt lag hennar og Rósalíu.

Við látum tvö dæmi nægja.

Vísir:

… Björk er búin að láta til sín taka í umhverfisvernd síðastliðin 25 ár og hefur lært ýmislegt við það.

„Mér finnst mikilvægt að standa ekki bara upp og segja nei heldur reyna alltaf að virkja aktívistaorkuna og setja hana í einhvern farveg. Það er frábær hópur fólks í þessu, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Jón Kaldal og Ingólfur Ásgeirsson hjá Icelandic Wildlife Fund, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir hjá Ungir umhverfissinnar, Landvernd og svo ótal margir.

Þau eru öll með lögfræðinga á bak við sig og við ætlum að setja peninginn bara beint í málaferli. Af því það verða nokkur málaferli. Fyrst kemur Seyðisfjörður og svo er mjög líklegt að það verði nokkrir í viðbót. Við erum búin að tala mikið saman og eins og við getum oft verið svartsýn út af umhverfismálum og raunsæ með það þá er þessi hópur á því að við getum algjörlega breytt þessu.“

Björk ítrekar að það sé hægt að breyta þessu ástandi þó að það megi ekki bíða með það.

„Við getum stöðvað þennan verksmiðjubúskap (e. factory farming) í sjónum sem sjókvíaeldi er og minnir á meðferð á til dæmis svínum og kjúklingum hérlendis, sem er náttúrulega hræðileg. Það er hægt að vernda íslenska laxinn en það þarf að vinna ofsalega mörg lögfræðimál. Þetta er langhlaup en mér finnst samt skilningurinn kominn út í þjóðfélagið og bæði hjá hægri og vinstri fólki.“ …

Og The Guardian:

… In a statement on Instagram about the collaboration, Björk wrote: “People at the fjord Seyðisfjörður have stood up and protested against fish farming starting there. We would like to donate sales of the song to help with their legal fees and hopefully it can be an exemplary case for others.”

Björk claimed this industrial farming of salmon “has already had a devastating effect on wildlife and the farmed fish are suffering in horrid health conditions. And since a lot of them have escaped, they have started changing the DNA in the Icelandic salmon for the worse, and could eventually lead to its extinction.” …

Björk said she asked herself three questions before deciding to support the movement. “Can we stop it? Can we change it? Can we save the wild salmon of Iceland? The answer to all these three questions is yes, we can.”

She noted that sentiment against salmon farming in Iceland had united the left and right, and she described the industry as “a couple of wild guys who want to make money quick and sacrifice nature”. …