Í fréttaskýringu sem birtist í Financial Times í dag er meðal annars vitnað í nýbirta skýrslu (sjá forsíðumynd sem hér fylgir). Þar kemur fram að til að framleiða 1,5 milljón tonna af eldislaxi þarf sjókvíaeldisiðnaðurinn í Noregi 2 milljónir tonna af villtum fiski, sem er bræddur í mjöl og ólíu áður en honum er blandað í fóður.
Þetta er ekki bara ömurleg nýting á hráefni, heldur er sjókvíaeldisiðnaðurinn beinlíns að hirða stóran hluta af þessum villta fiski af matarborðum fólks í strandbyggðum Vestur-Afríku.
Til að framleiða eldislax er sem sagt sóttur uppsjávarfiskur sem annars væri borðaður í þeim heimshluta þar sem skortur er á próteinum og næringu. Hugsið ykkur þetta rugl!
Áskrift þarf til að lesa fréttaskýringu Financial Times.