Svona er ástandið í Noregi þar sem meintir ,,bestu staðlar“ eru í löggjöf um sjókvíaeldi.

Eldislax sleppur alltaf úr netapokunum. Spurning er ekki hvort heldur hvenær.

Einsog svo oft áður hefur helsjúkur lax sloppið úr kvíunum og dreifir sjúkdómum um lífríkið utan þeirra.

Hér á landi er ráðafólk að reyna að koma í lög svokölluðum ,,smitvarnasvæðum“ þar sem ekki fleiri en eitt sjókvíaeldisfyrirtæki fá að vera með starfsemi.

Ekki hefur verið útskýrt hvernig á að stýra umferð villtra laxastofna landsins um þessi smitvarnahólf né halda sýktum seppilöxum innan þeirra.

Í frétt Morgunblaðsins segir m.a.:

Tveir al­var­leg­ir sjúk­dóm­ar hafa verið staðfest­ir meðal lax­fiska í sjókví­um á eld­is­svæði Lerøy Sea­food Group í Reit­hol­men í Nor­egi þar sem fjór­tán þúsund stór­ir lax­ar sluppu.

Gat upp­götvaðist á sjókví dótt­ur­fé­lags­ins Lerøy Midt sunnu­dags­kvöld, en í ljós hef­ur komið í kjöl­farið að lax á þessu svæði hafi bæði verið smitaður af nýrna­sjúk­dómn­um BKD (e. Bacter­ial Kidney Disea­se) og bris­sjúk­dómn­um SPDV (e. Salmon pancreas disea­se virus). …

Haft er eft­ir Are Ny­lund, pró­fess­or í fiski­sjúk­dóm­um við Há­skól­ann í Ber­gen, að um er að ræða al­var­lega sjúk­dóma sér­stak­lega í til­felli BKD.

„Þetta er bakt­ería sem við vilj­um helst ekki hafa í Nor­egi,“ seg­ir hann og bend­ir á að mik­il­væg­ir villt­ir laxa­stofn­ar í Þrænda­lög­um sækja í árn­ar Orkla, Gaula og Nam­sen sem eru ekki langt frá eld­is­svæðinu.

Lax­inn sem slapp úr kví­un­um var að meðala­tali rúm­lega sjö kíló og vegna stærðar­inn­ar reikn­ar Ny­lund með því að lax­inn mun sækja í ár, sem hann seg­ir auka smit­hættu.

„Við vit­um að BKD get­ur aukið dauðatíðni meðal seiða, þannig að þetta er al­var­legt. Öll til­vik þar sem lax slepp­ur eru al­var­leg, en þetta er sér­stak­lega al­var­legt með til­liti til þess að hann er smitaður með sjúk­dómi sem get­ur smitað seiði. Við vilj­um hvorki sjá BKD eða SPDV meðal villtra fiska,“ seg­ir Ny­lund.