Afar sérstakur feluleikur hér í gangi með hlut í fyrirtæki sem gerir út á náttúruauðlindir í eigu almennings.
„Banki í Lúxemborg er skráður sem næststærsti hluthafi íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax með rúmlega 14,5 prósenta eignarhlut. Ekki er hægt að sjá í ársreikningum Arnarlax hvaða fjárfestar eru á bak við þennan eignarhlut bankans, Clearstream Banking S.A. Um er að ræða hlutafé sem einhverjir fjárfestar eiga í gegnum viðskiptamannareikning hjá umræddum banka en ekki er ljóst hverjir þetta eru.“