Erfðablöndun eldislax við villta laxastofna hækkar á milli ára í Noregi. Í skýrslu sem Norska náttúrufræðistofnunin var að birta kemur fram að 67 prósent af 225 villtum laxastofnum sem voru rannsakaðir bera merki erfðablöndunar. Þar af eru 37 prósent stofna í slæmu eða mjög slæmu ástandi. Í fyrra var þessi tala 32,4 prósent.
Fleiri stofnar voru teknir fyrir í þessari rannsókn, sem var gerð í fyrra, en áður. Ef aðeins eru bornir saman sömu stofnar og voru rannsakaðir 2017 er staðan sú að af 175 stofnum hefur erfðablöndunin aukist í tíu stofnum en minnkað í þremur.
Þannig heldur mannkynið áfram að þrengja að villta laxinum í Noregi og við Íslendingar stefnum í óskiljanlegri blindni ráðamanna sömu leið.
Rauðu punktarnir á kortinu sýna laxastofnana sem mest hafa skaðast af erfðablönduninni í Noregi.