Að gefnu tilefni er rétt að minna á að ekki er um það deilt innan vísindasamfélagsins að villtum laxastofnum stafar hætta af fiski sem sleppur úr sjókvíum. Það er óvéfengjanleg staðreynd málsins. Hitt er líka þekkt að það eru til einhverjir örfáir fræðimenn sem halda öðru fram rétt eins og til eru fáeinir vísindamenn sem hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þessir vísindamenn eiga það oftar en ekki sameiginlegt að vera á launaskrá fiskeldisfyrirtækja annars vegar og olíufyrirtækja hins vegar.
Niðurstaða óháðra vísindamanna er afgerandi: sjókvíaeldi er ein helsta ógnin sem steðjar að villtum laxastofnum. Á þetta er meðal annars bent í meðfylgjandi skýrslu sem kom út á vegum Alþjóðahafrannsóknarráðsins í fyrra:
„Escaped farmed salmon and salmon lice from fish farms were identified as expanding population threats, with escaped farmed salmon being the largest current threat. These two factors affect populations to the extent that they may be critically endangered or lost, with a large likelihood of causing further reductions and losses in the future.“