Í vor var eitrað í níu sjókvíum Háafells í Ísafjarðardjúpi vegna laxalúsar. Síðast var eitrað á sama svæði í nóvember í fyrra en eitranir hófust hjá fyrirtækinu um átján mánuðum eftir að það setti eldislax fyrst út í kvíar, áður en einum einasta laxi hafði verið slátrað.

Í febrúar í fyrra tilkynnti fyrirtækið um rifinn netapoka í sjókví sem í voru 115.255 laxaseiði um 500g að þyngd að meðaltali.

Ekki er vitað hve mörg þeirra sluppu út.

Í bæði skiptin var eitrað á sjókvíaeldisvæði við Ytra Korfadýpi sem er um það bil þar sem rauði punkurinn er á kortinu.

Eitranir vegna laxalúsar og sleppingar á eldislaxi eru órjúfanlegur þáttur af sjókvíaeldi í opnum netapokum með tilheyrandi skaða á umhverfi og lífríki Íslands.

TENGILL