Grátlega fyrirsjáanlengt er nú að fylgjast með viðbrögðum sveitarfélaganna fyrir vestan við því framferði sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta sláturskipið Norwegian Gannet sjúga upp eldislaxinn og sigla með hann burt til annarra landa. Afleiðingarnar eru að sveitarfélögin fá ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafnir þeirra séu notaðar fyrir þjónustubáta fyrirtækjanna.

Hér á þessari síðu var fyrir tveimur árum margsinnis bent á að nákvæmlega þetta myndi gerast. Þeir spádómar komu fram áður en Norwegian Gannet var sjósettur en það skip var hið fyrsta sinnar tegundar og greinendur á þessum markði sögðu strax að það myndi breyta leiknum (væri game changer). Fleiri skip af sömu gerð munu pottþétt fylgja í kjölfarið. Þessi þróun er hafin og hún verður ekki stöðvuð.

Í frétt RÚV segur formaður Hafnasambands Íslands að „hafnir landsins grípi í tómt þegar leitað er eftir reglum um sláturskip. Skipin taki eldislax beint úr kvíum án þess að greiða hafnargjöld. Á sama tíma geri eldisfyrirtækin kröfu um góðar hafnaraðstæður og þjónustu.“

Í fréttin er eftirfarandi birt úr fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 12. nóvember 2021:

„Lögð fram fyrirspurn Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 14. október 2021 vegna sláturskipsins Norweigan Gannet í október 2021, þar sem 500 tonnum af eldisfisk var dælt úr kvíum í Tálknafirði og siglt með beint til Danmerkur til vinnslu og pökkunar.“

Og athugið að fóðrun í sjókvíunum er svo stýrt af fólki sem situr við skjái. Þeir geta verið hvar sem er í heiminum, eina skilyrðið er góð nettenging.

Þessum fyrirtækjum er slétt sama um allt annað en að hámarka sinn mögulega gróða. Ótrúlegur barnaskapur er að halda annað. Það eina sem er 100 prósent víst að verði eftir í fjörðunum þar sem sjókvíaeldið er stundað er mengunin sem streymir úr netapokunum beint í sjóinn ásamt snýkjudýrum og sjókdómum sem skaða lífríkið.

„Aldrei verið sett neitt regluverk í kringum þetta í ráðuneytunum. Við erum bara einhvern veginn langt á eftir,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði og formaður Hafnasambands Íslands í frétt RÚV.

Sleifarlagið í kringum þennan iðnað er með ólíkindum. Á því bera ábyrgð þær ríkisstjórnir sem hafa stýrt landinu síðustu tuttugu ár eða svo. Það er löngu, löngu tímabært er að stoppa þetta rugl.