„Það er þekkt að fiskar af eldisuppruna hrygni seinna að haustinu en villtur lax. Þá eru til dæmi um að hrygnan róti upp öðrum hrognum á hrygningarstað þar sem aðrir fiskar eru farnir af svæðinu og eru ekki til staðar til að verja sitt,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun.
Seinni hlutinn er ekki síður mikilvægur en sá fyrri í þessari lýsingu sérfræðingsins. Jafnvel þó háskinn af erfðablönduninni sé tekinn út úr dæminu er viðvera eldislaxa í ám ein og sér mjög hættuleg lífríkinu. Sú staðreynd er alþekkt, jafnvel þó Einar K. Guðfinnsson, talsmaður sjókvíaeldisfyrirtækjanna, kjósi að snúa blinda auganu að málinu.