Enn ein fréttin um slys í laxeldinu. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hversu skelfilegt ástandið verður, ef áætlanir um að margfalda laxeldi ná fram að ganga. Staðreyndin er sú að sjókvíaeldi er mjög frumstæð tækni. Það er einfaldlega ekki hægt að koma í veg fyrir svona slys.
„Eldiskví frá fyrirtækinu Arnarlaxi, stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, sökk í Tálknafirði fyrir nokkrum dögum. Á milli 500 og 600 tonn af eldislaxi voru í kvínni og þurfi að dæla laxinum upp úr henni og færa yfir í aðra kví. Talsverð afföll urðu á laxinum sem var í kvínni og var dauði laxinn fluttur í land að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, yfirmanns Arnarlax á Tálknafirði. Málið er til umræðu á fundi hjá Arnarlaxi sem nú stendur yfir. „Við erum að funda um þetta núna til að reyna að átta okkur á því hversu mikill skaðinn varð.“ Þegar færa þarf eldislax á milli kvía drepst hluti laxsins alltaf út af raskinu af flutningnum á fisknum.“