Ekki er þessi sjókvíaeldisiðnaður geðslegur. Mengar umhverfið, skaðar lífríkið, fer skelfilega með eldisdýrin og svo þetta, sendir lax sem þarf að slátra vegna sjúkdóma á neytendamarkað.

Ojbara.

Sjá umfjöllun Fréttablaðsins:

„Allt aðrar reglur virðast gilda hér á landi um kjöt af riðuveiku sauðfé, sem öllu er fargað, en eldislaxi, sem sýkst hefur í kvíum af veirusjúkdómum, er slátrað til manneldis.

Nýverið kom upp veirusýking í einu eldissvæði í Reyðarfirði, sem í fyrstu var talið að væri einangruð við þann fjörð, en svo kom í ljós að sambærileg sýking var líka komin upp í kvíum í Berufirði.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur þessum sýkta eldisfiski verið ekið í svokölluðum meltutönkum til frekari meðferðar á Djúpavogi og er afurðin seld að hluta til manneldis, að mestu leyti til útlanda en líka innanlands. …

Sérgreinalæknir dýralækna hjá Matvælastofnun segir jafnframt í bréfi sínu að veiran sé skaðlaus mönnum og dreifist ekki með slægðum fiskafurðum og það gildi um aðrar fiskaveirur.“