Svona er þetta. Tap fyrir fyrirtækið sjálft, tap fyrir umhverfið, tap fyrir lífríkið og tap fyrir bændur í sveitum landsins sem hafa reitt sig á hlunnindi af lax- og silungsveiðum kynslóð eftir kynslóð.

Grunnur Arnarlax er frá 2007 þegar Fjarðalax var stofnað um sjókvíaeldi á laxi en félagið sameinaðist síðar Arnarlaxi. Fyrirtækið hefur á þessum sautján árum aðeins einu sinni greitt tekjuskatt á Íslandi, og það smávægilegan.

Það sem forstjóri Arnarlax kallar í fréttatilkynningu „líf­fræðilegar áskor­anir“ er fjöldadauði eldislaxa í sjókvíum félagsins en þeir hafa haldið áfram að stráfalla í sjókvíum félagsins á þessu ári eftir hryllingsárið í fyrra.

Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Þjóðin veit það. Það er kominn tími til að stjórnmálafólkið, sem vill setjast á þing, átti sig líka.

Í frétt Morgunblaðsins segir m.a.:

Rekst­ur fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax tekst nú á við háan kostnað og litla fram­leiðslu. Hef­ur velta fé­lags­ins dreg­ist sam­an um tæp 67% eða úr 41,9 millj­ón­um evra í 14,3 millj­ón­ir evra, það er rúm­lega sex millj­örðum ís­lenskra króna í um tvo milj­arða ís­lenskra króna. …

Sam­drátt­inn er sagður stafa af lít­illi fram­leiðslu og áfram­hald­andi líf­fræðileg­um áskor­un­um frá því fyrr á ár­inu, sem leiddi til ein­skipt­is­kostnaðar upp á 0,4 millj­ón­ir evra. Rekstr­arniðurstaða á hvert fram­leitt kíló af laxi var nei­kvæð um 1,71 evru á þriðja árs­fjórðungi, en ef leiðrétt fyr­ir ein­skipt­is­kostnaðinn var hún nei­kvæð um 1,46 evru.

Aðeins 1.750 tonn­um var slátrað úr sjókví­um fé­lags­ins á Vest­fjörðum á þriðja árs­fjórðungi, en rúm fjög­ur þúsund tonn­um var slátrað á sama tíma­bili í fyrra. „Slát­ur­magn hef­ur auk­ist frá því sem var á fyrri árs­fjórðungi, en hélst í lág­marki þar sem sam­stæðan lagði áherslu á líf­frí­lega upp­bygg­ingu,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins. …

„Á þriðja árs­fjórðungi náði Icelandic Salmon stöðug­leika í kjöl­far líf­fræðilegra áskor­ana frá síðasta vetri og vori. Slát­ur­magn hélst lítið sem hafði áhrif á árs­fjórðungs­upp­gjör. Hins veg­ar hef­ur áhersla sam­stæðunn­ar á vöxt líf­massa byggt upp traust­an grunn fyr­ir bata og framtíðar­vöxt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.