Norska ríkissjónvarpið segir frá því í frétt sem var að birtast á vef þess rétt í þessu að slátrun hafi verið stöðvuð hjá einu stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Ástæðan var að vinna átti og selja líflausan og sjálfdauðan eldislax eins og um ferskan fisk væri að ræða til neytenda. Ætlunin var að þessi fiskur myndi enda á matarborðum, segir í tilkynningu fra norska Matvælaeftirlitinu.
Neyðarslátrun var i gangi vegna mikilla útbreiðslu sjúkdóma í sjókvíum fyrirtækisins Leröy þegar starfsmenn Matvælaeftirlitsins komu í fylgd strandgæslunnar í óboðaða vettvangsheimsókn. Margir sláturbátar voru að störfum og voru brot staðfest í þeim öllum. Dauður eða líflaus lax var soginn um borð í bátana í bland við lifandi lax.
„Fiskur verður að vera lifandi ef vinna á hann sem matvöru fyrir neytendur,“ segir Lennart Floyd Berge, svæðisstjóri Matvælaeftirlitsins í fréttinni og tekur fram að dreifing á fiski á neytendamarkað hefur verið stöðvuð.
Svona er þessi hrikalegi iðnaður.
Við viljum vekja athygli á því að í vikunni var sagt frá því að starfsfólk íslensku Matvælastofnunarinnar eigi að fá tvo báta svo það geti komið í óboðaðar eftirlitsheimsóknir. Það getur það ekki nú heldur er háð sjókvíaeldisfyrirtækjunum þegar kemur að eftirliti.
Allur lax sem Fiskeldi Austfjarða slátraði 2022 og 2021 vegna útbreiðslu veirusjúkdómsins blóðþorra í eldislaxi fyrirtækisins var sendur á neytendamarkað.
Þekkt er að fyrirtækin hér slátra eldislaxi sem ber slæm vetrarsár eða áverka vegna lúsasmits og senda á neytendamarkað.
Hver vill borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti?