Í
kjölfar fyrirspurnar okkar um hvort Fisksjúkdómanefnd Matvælastofnunar hefði fundað frá 1. september birti stofnunin í dag fundargerð frá fundi nefndarinnar 25. september.
Ástæða fyrirspurnarinnar var ástand eldislax sem var fjarlægður úr Ísafjarðará í gær með skelfilega áverka af völdum laxalúsar.
Birting fundargerðarinnar er um tveimur vikum seinna en vinnureglur stofnunarinnar sjálfrar kveða á um.
Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað þurft að minna Matvælastofnun á birtingu fundargerða Fisksjúkdómanefndar á undanförnum árum. Virðist stofnuninni vera fyrirmunað að fara eftir eigin reglum um birtingu þessarar upplýsinga sem eiga mikið erindi við almenning.
Í ráðgjöf Fisksjúkdómanefndar er mælt með að heimila lúsameðhöndlun vegna fiski- og laxalúsar á eldislaxi með Alpha Max vet, sem inniheldur skordýraeitrið deltametrin, í í tólf sjókvíum Arnarlax við Vatneyri í Patreksfirði.
Á fundinum bókaði nefndin þessa ályktun:
„Fisksjúkdómanefnd telur verulegt áhyggjuefni hvernig þróun fiski- laxalúsar hefur verið nú og undanfarin ár m.a. í ljósi þess að hætt verður framleyðslu á lúsalyfinu Alpha Max vet., á næsta ári.“
Í september var eitrað fyrir lús í 64 sjókvíum á Vestfjörðum.