„Á 30 ára afmæli sínu eykur Salmar kraft sinn í þróun á aflandseldi á fiski. Með þessu vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum við að leysa þær mikilvægu umhverfislegu og staðbundnu áskoranir sem eldisiðnaðurinn stendur frammi fyrir.“
Þetta segir forstjóri norska sjókvíaeldisrisans SalMar, sem er móðurfélag Arnarlax.
Og hverjar eru þessar áskoranir sem hann nefnir? Jú, mikið rétt, klóakrennslið sem streymir beint í sjóinn úr netapokunum, sjúkdómar og sníkjudýr sem berast þaðan í umhverfið og eldislaxinn sem sleppur og blandast villta laxinn með afar skaðlegum afleiðingum.
Það einkennilega er að við ekkert af þessu kannast svo þeir sem lobbía harðast fyrir þessum rekstri hér á landi.
Þetta þýðir í reynd að Salmar gengst við því að vera með annarri hendi að þróa umhverfisvænni lausn í laxeldi en sjókvíaeldi við strendur landa samtímis og það heldur áfram að nota þessa minni umhverfisvænu framleiðsluaðferð, meðal annars á Íslandi, þrátt fyrir umhverfisáhrif hennar. Yfirskrift og fyrsta setningin í fréttatilkynningu Salmar AS um árshlutauppgjör sitt staðfestir þetta. …
Eins og Stundin hefur fjallað um, og þrátt fyrir að eigandi Arnarlax telji sjókvíaeldi við strendur landa ekki vera framtíðina, þá hefur Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, stigið fram í kjölfar COVID-19 faraldursins og talað um fyrir því að margfalda sjókvíaeldi á Íslandi.
Í grein í Morgunblaðinu í mars í fyrra sagði Kjartan að Ísland geti framleitt allt að 500 þúsund tonn af eldislaxi. Þetta er nærri 19-földun á framleiðslu á eldislaxi miðað við hveru mikil framleiðslan var 2019, 27 þúsund tonn, og er langtum meira en þau 140 þúsund tonn sem Hafrannsóknastofnun hefur mælt með að sé raunhæf framleiðsla hér á landi miðað við burðarþol þeirra fjarða sem stofnunin hefur kannað.