Vaxandi eftirspurn eftir eldislaxi veldur því að mikilvæg próteinuppsretta hverfur frá þeim löndum sem mega síst við því að matur sé tekinn frá íbúum þeirra.

Eftirspurn fiskeldisfyritækja eftir fiskimjöli er svo mikil að stór hluti afla sem kemur úr sjó við Afríku fer nú í bræðslu og er svo seldur úr landi í stað þess að næra heimafólk.

Til að framleiða eina máltíð af eldislaxi þarf prótein sem myndi annars duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Í laxeldi er sem sagt verið að búa til lúxusmatvöru úr fæðuflokkum sem væri annars hægt að nýta til að seðja hungraðan heim.

Rétt er að minna á að laxeldi er bara lítill hluti af því fiskeldi sem stundað er í heiminum. Langstærsti hluti þess er eldi á fisktegundum sem lifa á fæði sem ekki myndi nýtast til manneldis, ólíkt því sem á við um afurðirnar sem notaðar eru til að framleiða fóður fyrir eldislaxinn.

Fjallað er um hvernig sjókvíaeldið kyndir undir rányrkju á fiskimiðum Vestur Afríku í skoska vefmiðlinum The Ferret:

“Today we are witnessing a proliferation of fishmeal industries all over West Africa, and this creates several problems”, says Moussa Mbengue, president of the West African Association for the Development of Artisanal Fishing (Wadaf).

“Originally the fishmeal industries had the function of taking fishing waste and manufacturing it. But today there are no more wastes to exploit, because the fish resource is scarce. Consequently, the flour industries no longer use waste, but are fed with small pelagic fish”.

According to the Food and Agriculture Organisation (FAO), small pelagic fish contribute significantly to the economy and food security of both coastal and inland communities in the region, but they suffer a “serious overfishing situation”.