Frá og með 29. mars verða sjókvíaeldisfyrirtækin á Skotlandi skyldug að telja og upplýsa vikulega um stöðu lúsasmits í kvíunum.
Hér á landi er hins vegar eitt risastórt gat í lögum, reglugerð, áhættumati og upplýsingagjöf þegar kemur að lúsasmiti í sjókvíaeldi. Er þó lúsin einn mesti skaðvaldurinn sem fylgir þessari starfsemi.
Rúmlega tíu mánuðir eru nú liðnir frá því sjávarútvegsráðherra kynnti til umsagnar drög að reglugerð um „velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum“. Enn bólar þó ekki á endanlegri útgáfu á reglugerðinni sjálfri.
Er þetta vinnulag um margt lýsandi fyrir lausatök hins opinberra með þessum mengandi og skaðlega iðnaði.
Reglugerðardrög ráðherra voru svo afleit að þar stóð nánast ekki steinn yfir steini enda voru þau harðlega gagnrýnd bæði af umhverfisverndarsamtökum og sjókvíaeldisfyrirtækjunum sjálfum.
Skv. tilkynningu skoskra stjórnvalda:
„While previous arrangements required reporting only where specific levels were met or exceeded (i.e. a weekly average of two adult female sea lice per fish), sea lice numbers will now need to be reported weekly, one week in arrears, to Scottish Ministers irrespective of the count. Where no count is conducted the reason must be given.
The additional information reported will help the Fish Health Inspectorate monitor and enforce policy on sea lice management and help support the health and welfare of farmed fish. Reported data will be published to promote transparency.“