Enn heldur áfram hrikalegur dauði eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt tölum sem voru að birtast á vefsvæði Matvælastofnunar drápust um 550.000 eldislaxar í september. Eru það meira en tvöfalt fleiri fiskar en í sama mánuði 2024.
Síðasta ár var sögulega það versta frá því sjókvíaeldi hófst við landið fyrir meira en 40 árum og þetta ár mun verða mun verra en það síðasta.
Þróunin er bara í eina átt. Fleiri og fleiri eldisdýr drepast ár hvert vegna ömurlegra aðstæða sem fyrirtækin búa þeim.
Hverjir hafa lyst á að borða matvöru sem er framleidd með þessari skelfilega ómannúðlegu aðferð?
Myndin sem hér fylgir er af eldislaxi sem leit svona út þegar hann var fjarlægður úr á eftir að hafa sloppið frá Arctic Fish á Vestfjörðum.
Þetta er dýraníð af iðnaðarskala sem verður að stöðva.
Ef þið getið sýnt fram á tölur frá MAST væri það vel þegið ekkert tengt laxi er að finna þar. Svo þetta svolítið skrítinn áróður hjá ykkur. Drullist til að hafa staðreyndir á hreinu ekki bara bulla eitthvað til að reyna verja lélegan málstað.
Hér geta lesendur fundið upplýsingar um laxadauða og annað sem snertir sjókvíaeldisiðnaðinn.