Doddi litli les leikinn auðvitað hárrétt.

Útvarpsmaðurinn ástsæli á Rás 2, Doddi litli er einn af þeim sem hneikslast hefur á hinum nýju sjónvarpsauglýsingum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hann skrifaði færslu á X-inu (áður Twitter) sem hljóðaði eftirfarandi:

„Af hverju er fiskeldi að auglýsa á em? Breytir maður um skoðun á þessu sulli þegar maður sér íslendinga dásama þetta sport? Ekki er ég að hoppa út í búð og kaupa mér sullandi fínan eldis lax.“

Gunni nokkur svaraði Dodda um hæl:

„Er ekki eðlilegt að vilja auglýsa þar sem áhorf er mikið? Ekkert allir sem tengja en örugglega einhverjir.“

Útvarpsmaðurinn svaraði þessu:

„Hvað eru þeir að auglýsa? Það er spurningin! Ekki nýa sendingu af spruðandi ferskum eldislaxi, þetta er imyndarbull.“

Siggeir nokkur var sammála Dodda:

„Þetta eru ekkert annað en pjúra áróðurs auglýsingar til að reyna að hvítþvo þennan rekstur í augum almennings.“

Sem og Björn:

„Áróðursstríð. Óvinsæl grein að koma sér í mjúkin hjá fólki með því að tengja sjókvíareldið við náttúru og hreinleika.“

Gylfi nokkur benti á áhugaverðan punkt:

„Eftir að hið umdeilda frumvarp um sjókvíaeldið komst í hámæli hefur greinilega verið ákveðið að henda slatta af milljónum í ímyndar herferð fyrir atvinnugreinina. Ætti að segja okkur hversu mikla hagsmuni menn telja sig vera að verja.“

Doddi litli er ósáttur við auglýsingar um sjókvíeldi: „Ekkert annað en pjúra áróðurs auglýsingar“