Við burðarþolsmat fjarða er ætlunin að meta hversu mikið sjókvíaeldi firðirnir eiga að þola án þess að fyllast af fóðurleifum og skít.
Í þessum mötum er hvergi vikið orði að gríðarlegri plastmengun sem sjókvíaeldið dælir út í umhverfið sitt. Netin eru úr plasti, fóðurrörin eru úr plasti, flotholtin eru úr plasti. Allt eyðist þetta og sendir feikilegt magn af örplasti beint í hafið eða/og skolast upp á strendur eins og meðfylgjandi frétt frá Skotlandi segir frá.
Í burðarþolsmati fjarða er ekki heldur minnst á lúsaeitrið og lyfin, enda virtust fulltrúar ríkisins, sem framkvæmdu burðarþolsmötin, trúa því að lúsin yrði yrði ekki vandamál hér, en það reyndist auðvitað fullkomin og óskiljanleg óskhyggja.
Og ekki er minnst á koparoxíðið, en það eru ásætuvarnir sem innihalda þungmálminn kopar. Sjókvíaeldisfyrirtækin húða netapokana með þeim til að drepa þörunga og sjávarlífverur sem annars myndu setjast á netin.
Á líftíma netapokana brotnar meirihlutinn af ásætuvörnunum af netunum og fellur til botns. Þar safnast koparinn upp og verður til eilífðar með vaxandi eiturárifum fyrir lífríki sjávar.
Sjókvíaeldi er sem sagt uppruni hrikalegrar mengunar á mörgum sviðum.
Það hefur verið krafa okkar hjá IWF í fjölmörgum umsögnum til opinberra stofnana og embætta að öll burðarþolsmöt verði endurskoðuð með tilliti til þessara alvarlegu mengunarþátta.