Baráttusystkini okkar á Bretlandseyjum voru að opna nýja vefsíðu sem við mælum eindregið með að þið skoðið, kæru vinir.

Bretar hafa farið skelfilega að ráði sínu gagnvart villtum laxastofnum og umhverfinu. Mikill vöxtur sjókvíaeldis við vesturströnd Skotlands hefur skaðað villta laxinn. Þar, rétt einsog hér, eru norsk fyrirtæki að baki þessum skaðlega iðnaði og starfshættirnir eru eins.

Úr sjókvíunum sleppa eldislaxar í stórum stíl. Mengun og sníkjudýr streyma út í umhverfið og meðferðin á eldisdýrunum er ömurlega sorgleg. Í fyrra drapst einn af hverjum fjórum löxum sem þessir dýraníðingar settu í sjókvíarnar við Skotland. Því miður var ástandið svipað hér við land.

Herferð vina okkar í Bretlandi snýst um að við höfum val og vald til að stoppa þennan iðnað. Ef fólk hættir að kaupa matvæli sem framleidd eru af svona mikilli fyrirlitningu á umhverfinu, villtum dýrum og eldisdýrunum þá mun þessi aðferð við eldi líða undir lok.

Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Af matarboðinu með eldislax úr sjókvíaeldi!

Off the table er skipulagt af samtökunum Wild Fish. Á síðunni er bent á nokkrar af alvarlegustu staðreyndunum um sjókvíaeldi: Það er mengandi, ósjálfbært og byggist á íllri meðferð á eldisdýrunum.

“The campaign aims to raise awareness of the environmentally destructive nature of the salmon farming industry, and is calling on the hospitality sector to take farmed salmon off its menus.

Salmon farms have huge environmental, sustainability and welfare issues.

The majority of salmon sold and served in the UK comes from Scotland. Fish are intensively farmed in submerged cages along the west coast and islands.

Open-net salmon farms are breeding grounds for parasites and disease; farms also discharge toxic chemicals and waste into the surrounding environment, impacting and killing a host of wildlife.

Salmon farming relies on commercial trawling for feed. It can take much more than 1kg of wild fish to produce 1kg of farmed Scottish salmon. 90% of these wild fish could be eaten directly.

On average, 1 in 4 Scottish farmed salmon die in the cages along our shores – 11 million fish in 2020. Poorly managed disease, lice and water quality see fish eaten alive or suffocating before they reach our plates.