Við hjá IWF erum í breiðfylkingunni að baki þessari kvörtun. Málsmeðferðin öll er Alþingi til lítils sóma.

Sjá umfjöllun RÚV:

„Fjögur náttúruverndarsamtök, veiðifélög og veiðiréttarhafar hafa kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna nýlegra lagabreytinga á lögum um fiskeldi. Hópurinn telur að með lögunum sé kæruréttur tekinn af almenningi og þannig brotið á EES samningi, þá sé gengið framhjá rétti umhverfissamtaka og almenningi til að koma að ákvörðunum sem varða umhverfið þegar bráðabirgðaleyfi voru veitt.

Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Verndarsjóður villtra laxastofna, umhverfissjóðurinn Icelandic Wildlife Fund, Landssamband veiðifélaga og Stangaveiðifélag Reykjavíkur ásamt nokkrum veiðiréttarhöfum standa að baki kvörtuninni. Þá hefur Landvernd einnig kvartað til ESA vegna laganna og því telur hópurinn að um 15 þúsund manns standi að baki kvörtununum.

… Hópurinn telur lögin og framkvæmd þeirra koma í veg fyrir að fjórir úrskurðir nefndarinnar haldi gildi og að þannig hafi kærurétti umhverfisverndarsamtaka og annarra samtaka almennings verið kippt úr sambandi. Það sé brot á EES-samningnum. …

Hópurinn kvartaði jafnframt vegna bráðabirgðarekstrarleyfanna sem voru veitt í kjölfar lagabreytingarinnar og vegna undanþága umhverfisráðherra fyrir starfsleyfum sömu starfsemi sem hópurinn telur brot á rétti umhverfisverndarsamtaka og almennings til að koma að ákvörðunum sem varða umhverfið.“