Veiran sem veldur blóðþorra olli hruni í sjókvíaeldi á laxi við Færeyjar og Chile. Sama hefur nú gerst á Austfjörðum.
Sjókvíaeldisfyrirtækin eru að gera öll sömu mistökin og hafa verið gerð annars staðar þar sem þessi skaðlegi iðnaður er stundaður. Þau vilja ekki, eða eru einfaldlega ófær um, að draga lærdóm af sögunni.
Það sem er enn meira áhyggjuefni er að sama virðist gilda um íslensk stjórnvöld. Þau hafa gefið framleiðslukvótana á eldislaxi, sem hvíla á aðgengi sameiginlegra hafsvæða þjóðarinnar, þannig að örfáir einstaklingar hafa nú orðið milljóna- og milljarðamæringar á sama tíma og greinin þykist ekki geta greitt fyrir afnotin.
Reikningurinn fyrir starfseminni er svo sendur beint til umhverfisins og lífríkisins sem eru látin niðurgreiða þennan ósóma.
Í umfjöllun Stundarinnar segir ma:
ISA-veiran er mikill vágestur í laxeldi í sjókvíum í heiminum og hefur útbreiðsla þessarar veiru meðal annars valdið stórtjóni í laxeldi í löndum eins og Færeyjum og Síle í gegnum árin.
ISA-veiran fannst líka í eldislaxi í Reyðarfirði í nóvember síðastliðinn og er ein af spurningum sem vaknað hefur hvort um sé að ræða sama smitið á veirunni: Að veiran hafi með einhverjum hætti borist frá Reyðarfirði til Berufjarðar á síðustu mánuðum. Umfang heildartjónsins vegna þessarar ISA-veirusýkingar gæti því verið umtalsvert ef það er þannig að um sé að ræða sama smit og á Reyðarfirði í nóvember. …
ISA-veiran er mikill vágestur í laxeldi í sjókvíum í heiminum og hefur útbreiðsla þessarar veiru meðal annars valdið stórtjóni í laxeldi í löndum eins og Færeyjum og Síle í gegnum árin.
ISA-veiran fannst líka í eldislaxi í Reyðarfirði í nóvember síðastliðinn og er ein af spurningum sem vaknað hefur hvort um sé að ræða sama smitið á veirunni: Að veiran hafi með einhverjum hætti borist frá Reyðarfirði til Berufjarðar á síðustu mánuðum. Umfang heildartjónsins vegna þessarar ISA-veirusýkingar gæti því verið umtalsvert ef það er þannig að um sé að ræða sama smit og á Reyðarfirði í nóvember. Um er að ræða fyrsta skiptið sem ISA-veiran kemur upp á Íslandi.