Það er ótrúlegt að VG sé enn að gæla við að taka slaginn og reyna að koma algjörlega bitlausu frumvarpi um lagareldi í gegnum þingið.
Ekki er það gæfulegt ef leiðtogar flokksins standa í þeirri trú að það að „fara í ræturnar“ snúist um að berjast fyrir frumvarpi sem leyfir sjókvíeldisfyrirtækjunum að:
– losa allt skólp beint í sjó: saur, fóðurleifar, örplast og þungmálma
– margfalda magn sníkjudýra og sjúkdóma í umhverfi villtra fiska
– láta eldislaxa sleppa linnulaust úr sjókvíum án þess að leyfi skerðist
– heimila þessum iðnaði að halda áfram að níðast svo á eldisdýrunum að 40 prósent þeirra drepast áður en kemur að slátrun
Með svona vini þurfa húsdýr, náttúra og lífríki Íslands ekki óvini.
Bjarkey vill ná sátt áður málið verður lagt fram aftur.
„Ég tel einsýnt að ef það liggur ekki fyrir að við getum leyst þann ágreining, þá er einskis virði að leggja málið fram.“
Þing kemur saman í næstu viku og þá kynnir ríkisstjórnin þingmálaskrá sína. Bjarkey útilokar ekki að sátt náist fyrir það.
„Við erum að tala saman.“
Henni hugnast ekki leggja fram afmarkaða þætti frumvarpsins, sem enginn ágreiningur er um.
„Minn vilji er að leggja málið fram í heild sinni. Það að krunka í það hér og þar leysir ekki þann vanda sem við þurfum að leysa.“