Þessa færslu skrifar einn af þeim mönnum sem hefur gengið hvað harðast fram í athugasemdakerfinu á þessari síðu okkar við að verja sjókvíaeldisiðnaðinn. Seint vakna sumir en vakna þó.
Auðvitað mun fjarstýrða fóðrunin líka fara frá Íslandi. Eitt af norsku móðurfélögunum hefur beinlínis boðað það, þótt því hafi svo verið slegið á frest.
Á facbook síðu sinni skrifar Heimir Þór Tryggvason:
Norskir laxeldis menn að taka íslenska rikið í rassgatið
Hér sjáum við norskan þjónustu bát fyrir laxeldi sem starfar á Íslandi. Á bryggjunni er hreinsibúnaður fyrir laxeldiskvíar sem fluttur var inn frá Noregi og engir skattar né gjöld borguð til Íslenska ríkinssinns af þessu búnaði. Þetta fer um borð í erlend skip með erlendri áhöfn sem vinnur við laxeldið á Íslandi.