Ekkert líkan er til um áhrif erfðablöndunar norsks eldislax við íslenska villilaxastofna. Icelandic Wildlife Fund hafnar því alfarið að sú tilraun fari fram í íslenskri náttúru. Ingólfur Ásgeirsson segir m.a. í grein sem birtist í dag:

“Einar á að vita að norskur eldislax er aðskotadýr í íslenskri náttúru. Þegar eldislax af norskum stofni var fyrst fluttur til Íslands var það gert með þeim skilyrðum að hann yrði eingöngu notaður í landeldi og færi aldrei í sjó við Ísland. Það var mikið ógæfuspor þegar fallið var frá því skilyrði árið 2003.

Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þessi rangi málflutningur Einars, sem er formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, sé byggður á þekkingarleysi eða ásetningi.

Hver svo sem skýringin er, þá er staðreyndin sú að líkan doktors Glovers snýst eingöngu um norskan eldislax og norskan villilax. Ekkert líkan er til um áhrif erfðablöndunar norsks eldislax við íslenska villilaxastofna. Icelandic Wildlife Fund hafnar því alfarið að sú tilraun fari fram í íslenskri náttúru.”