Við mælum með þessu viðtali við Árna Baldursson sem Eggert Skúlason tók.
Staðan í Noregi er sorgleg. Umgengni Norðmanna við villtu laxastofna hefur verið skelfileg. Á það bæði við um skaðann sem þeir hafa leyft sjókvíaeldinu að valda og glórulausa veiðiaðferðir þeirra á villtum laxi.
Píratar er eina stjórnmálahreyfingin á Alþingi sem hefur tekið afgerandi stöðu gegn sjókvíaeldi vegna skaðans sem þessi iðnaður veldur á lífríki og umhverfi landsins.
Árni var gestur Dagmála í dag sem er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.
Á vef Morgunblaðsins segir m.a.:
Árni Baldursson segist ekki skilja af hverju enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hafi tekið „fiskeldismálið“ í fangið og eignað sér það. Hann segist sannfærður um að sá stjórnmálaflokkur sem það geri muni sópa til sín fylgi. …
Árni segir að ríkisstjórnin þurfi að ákveða sig hvort þeir vilja fórna íslenskri náttúru og fylla norska vasa af íslensku gulli eða standa með íslenskri náttúru og fólkinu í landinu. Það sé einfaldlega ákvörðun menn þurfi að taka en þeir sömu stjórnmálamenn skuli líka átta sig á því þeirri ákvörðun fylgir ábyrgð. „Þetta verður geymt en ekki gleymt.“
Fáir þekkja betur til á hinum alþjóðlega markaði þegar kemur að veiði á laxi, en Árni Baldursson. Hann hefur veitt í öllum löndum þar sem Atlantshafslaxinn á sér heimkynni. Hann þekkir sögu fiskeldisæfinga Norðmanna í Chile. Vesturströnd Skotlands þar sem fiskeldi er stundað er nánast orðin laxlaus og Kanadamenn eru búnir að leggja til fimm ára aðlögunartíma áður laxeldi í sjókvíum verður aflagt.
Árni tekur hins vegar undir það að umræðan um þessi mál hafi verið á köflum of mikil hróp og frammí köll. Það breyti því hins vegar ekki að stjórnmálamenn verði að horfa til skaðans í Noregi þegar þing kemur saman að hausti og tekur á nýjan leik upp frumvarp um fiskeldi.