Í ljósi atburða síðastliðinn sólarhring og viðbragða Arnarlax við þeim er rétt að rifja upp að aðeins er um vika liðin frá því að sagt var frá því að fyrirtækið fékk ekki alþjóðlega gæðavottun um umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu sem það sóttist eftir.
Þó pantaði fyrirtækið sjálft úttektina, borgaði fyrir hana og undirbjó sig í um það bil ár. Þegar á hólminn kom kolféll það á prófinu.
Ástæðurnar voru ekki léttvægar: Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, mikill laxadauða í kvíum, umfang lúsavandans og skortur á þjálfun starfsfólks eru þar á meðal.