Enn og aftur er að hefjast eiturefnahernaður gagnvart náttúrunni á vegum sjókvíaeldismanna fyrir vestan. Einsog í fyrra mun Arnarlax hella eiturefnum í sjóinn í Arnarfirði og nú líka í Tálknafirði vegna lúsafárs í laxeldiskvíum sinum.
Eðli málsins samkvæmt er losun eiturefna í opnar sjókvíar ávísun á umhverfismengun langt út fyrir kvíarnar með tilheyrandi skaða fyrir lífríki í nágrenninu.
Í Noregi er staðan sú að rækjustofninn hefur hrunið þar sem lúsaeitur hefur verið notað.
Þetta er afar dapurlegt ástand, sem þó var fyrirséð og mun aðeins verða enn verra með stórauknu eldi einsog er fyrirhugað á þessum slóðum. Sjá frétt MAST.