Nýja heimildarmyndin eftir Óskar Pál Sveinsson, Árnar þagna, var sýnd fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 20 í menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi.
Húsfyllir var og hörku umræður með frambjóðendum að lokinni sýningu um efni myndarinna.
Fulltrúum allra lista í framboði var boðið á sýninguna og til umræðna.
Ragnar Frank Kristjánsson sem var einn af þeim mörgu sem sóttu sýninguna skrifaði þessa umsögn:
„Sá myndina í Borgarnesi í síðustu viku. Það er skylda okkar sem þjóðar að koma í veg fyrir þá ógn sem sem sjóeldi getur valdið. Norðmenn vona að við gerum ekki sömu mistökin og þeir.
Það ætti að vera stefna allra stjórnmálaflokka að sjóeldi heyri sögunni til innan fárra ára t.d. 2030. Atvinnu rekstur á Vestfjörðum á ekki að ógna öðrum búgreinum s.s. stangveiði og ferðaþjónustu í Húnavatnssýslum, Dölum og Borgarfirði. Myndi halda að það væri í stjórnarskránni.“
Takk. Þetta er málið í hnotskurn.