Fjörlegar umræður voru að lokinni sýningu Árnar þagna í Sauðárkróksbíói í gærkvöldi. Meðal gesta var Ólafur Sigurgeirsson lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum. Ólafur hefur verið tíður gestur í athugasemdakerfi þessarar síðu um árabil sem talsmaður þeirra sjónarmiða að óþarfi sé að hafa áhyggjur af áhrifum erfðablöndunar eldislax við villta laxastofna.

Í umræðum við talsmann IWF í Sauðárkróskbíói í gær, ítrekaði Ólafur þessa skoðun sína. Þegar hann var spurður hvort hann teldi að Erfðanefnd landbúnaðarins hefði rangt fyrir sér, en nefndin hefur lagst eindregið gegn sjókvíaeldi á laxi við Ísland, svaraði Ólafur því játandi. Sama svar fékkst þegar hann var spurður hvort norska Vísindaráðið um laxinn hefði rangt fyrir sér, en ráðið hefur sagt áhrif af sjókvíeldi á laxi vera mestu manngerðu hættu sem stafar að villtum laxastofnum.

Í Erfðanefnd landbúnaðarins sitja sjö aðalfulltrúar og sjö varamenn, sem koma frá sex hlutlausum stofnunum, og í norska Vísindaráðinu eru þrettán vísindamenn frá sjö hlutlausum stofnunum.

Þegar talsmaður IWF spurði Ólaf hvort hann teldi það trúverðugt að allt þetta vísindafólk hefði rangt fyrir sér en hann rétt, sagðist hann telja svo vera og vildi meina að gagnrýni þessa stóra hóps væri í ætt við „trúarbrögð“ frekar en vísindi.

Vísaði Ólafur meðal annars í norskar rannsóknir máli sínu til stuðnings, einsog hann hefur gert áður. Túlkun hans var þá með slíkum hætti að einn höfunda rannsóknanna sá sig nauðbeygðan til að svara með aðsendri grein á Vísi til að leiðrétta það sem kom þar fram.

Þegar Ólafur var minntur á þetta í umræðunum í gær brá svo við að hann kannaðist ekki við leiðréttinguna. Var honum lofað að hlekkur yrði birtur hér í dag til að fríska upp á minni hans, en hér er stutt tilvitnun í grein doktors Kjetil Hindar:

„Rannsóknir mínar hafa verið nefndar sem sönnun þess að hrygning strokulaxa úr sjókvíaeldi í ám þurfi að standa yfir í áratugi svo raunveruleg hætta skapist á erfðablöndun milli eldislax og villts lax. Þetta er röng túlkun á rannsóknum á atlantshafslaxi í Noregi og öðrum löndum.

Stýrðar tilraunir í náttúrulegum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Áhrifin geta falið í sér erfðafræðilegar og lífsögulegar breytingar og samdrátt í fjölgun viðkomandi stofna. Þetta gerist þrátt fyrir að hver eldislax hafi takmarkaða hæfileika til að komast af í náttúrunni.“

Loforðið við Ólaf er hér með efnt. En við viljum bæta um betur og deila með honum hlekkum á aðrar heimildir sem minnst hefur verið á, auk hlekks á síðu The North Atlantic Salmon Conservation Organization (NASCO), sem er samstarfsverkefni sjö þjóðríkja og Evrópusambandsins um vernd villta Norður-Atlanshafslaxastofnins, en Ólafur er ekki heldur á sama máli og vísindamenn þess samstarfs.

Ólafi er þakkað fyrir að mæta og ræða málin.

Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2024 – 2028:

„Villtum stofnum laxa og laxfiska stafar ógn af eldi laxa í sjókvíum. Helstu áhrifin eru vegna mögnunar og útbreiðslu laxalúsar og erfðablöndunar við villta stofna og jafnvel sjúkdóma. Á Íslandi er notaður eldisstofn af framandi uppruna (norskur) í sjókvíaeldi. Vegna þeirrar áhættu sem því fylgir hefur erfðanefnd landbúnaðarins lagst gegn notkun hans. Í Noregi má aðeins ala eldislax af innlendum uppruna í sjókvíum en þó eru strokulaxar úr eldi taldir ein helsta ógn við villta 52 stofna þar í landi.

Erfðablöndun hefur mælst í flestum laxastofnum í Noregi sem rannsakaðir hafa verið. Erfðablöndun getur brotið upp náttúrulega aðlögun, breytt erfðasamsetningu (gert þá líkari eldislöxum) og valdið erfðafræðilegri einsleitni laxastofna. Áhrifin geta komið fram í hnignun stofna, breyttri lífssögu, minni getu til að bregðast við loftslagsbreytingum og minni líffræðilegri fjölbreytni. Stofnar geta minnkað sem og veiði.“

Norska Vísindaráðið:

„The reasons for the decline of Atlantic salmon are impacts of human activities in combination with a large-scale decline in the sea survival. The largest population declines are seen in western and middle Norway, and negative impacts of salmon farming have contributed to this. Salmon lice, escaped farmed salmon, and infections related to salmon farming are the greatest anthropogenic threats to Norwegian wild salmon.“

NASCO:

„While salmon aquaculture has resulted in an abundance of salmon on supermarket shelves, it has not come without cost to wild populations. One impact of salmon farming is that it increases the abundance of sea lice in the marine environment, to the extent that it has a negative impact on wild salmon populations. And timing can be everything, with salmon particularly vulnerable when they first leave their home rivers and head to sea. In an already challenging marine environment, the additional burden of a sea-lice infestation can reduce the chances of survival greatly.

It is also recognised that large numbers of domesticated salmon escape from fish farms each year, with escapees observed in rivers in all regions where salmon farming occurs. For wild salmon, this causes increased competition for resources and may result in a wild fish spawning with a farmed one, compromising the genetic ‘fitness’ of wild populations. The latter is important because salmon populations need good genetic diversity to ensure that they are as resilient as possible to any future pressures they may experience.“

Hér við land er notaður norskur eldisstofn í sjókvíaeldinu. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt vegna aukins skaða við erfðablöndun við íslenska villta stofninn. Meðal annars hefur verið bent á að Norðmenn banna notkun eldislax af öðru en norsku kyni í sjókvíaeldi sínu og tilraunir með erfðabætur á þeim eldisstofni með öðrum stofnum en þeim norska. Ólafur var beðinn um að útskýra af hverju hann teldi að það bann væri til staðar.

Hann hafnaði að það væri vegna áhyggja af erfðablöndun, heldur væri bannið vegna þess að sá norski væri „bestur“. Norski sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur hins vegar af og til reynt að fá að nota blandaðan stofn en fengið þvert nei vegna möguleikans á auknum skaða af erðfablöndun.

“(Norway’s wild salmon) are already exposed to the negative effects of escapee Norwegian farmed salmon. The mixing of foreign genes will reinforce this negative effect,” stated Climate and Environment Minister, Ola Elvestuen.

Sjá:

Norway keeps ban on import of Scottish roe