Þingkosningar verða í Skotlandi um komandi helgina. Gangi spár eftir munu Græningjar tvöfalda fylgi sitt og mynda stjórn með Skoska þjóðarflokknum og Nicola Sturgeon þannig halda áfram sem fyrsti ráðherra Skotlands.

Stefna Græningja í málefnum hafsins er mjög athyglisverð. Þar er gætt að því að vernd og nýting auðlinda sé í sem mestu jafnvægi og ekki gengið á lífríkið.

Þannig hefur það ekki verið í sjókvíaeldi á laxi við Skotland og því vilja Græningjar breyta án tafar. Þetta eru helstu atriði stefnu þeirra:

– Stöðva á útgáfu nýrra leyfa fyrir sjókvíaeldi og stækkun þeirra stöðva sem eru þegar starfandi.
– Herða á eftirlit vegna mengunar og dýravelferðarmála.
– Eftirlitsstofnanir fái heimild til að loka sjókvíaeldisstöðvum sem brjóta gegn starfsleyfum.
– Bannað verði að nota hátíðnihljóðbúnað til fælingar við sjókvíar vegna sársaukans sem hann veldur sjávarlífverum.
– Núverandi opið sjókvíaeldi verði aflagt í áföngum.
– Hagrænir hvatar verða innleiddir til að flýta fyrir þróun sem tryggir velferð eldisdýranna, kemur í veg fyrir mengun og að fiskur og sníkjudýr sleppi úr sjókvíunum með tilheyrandi skaða fyrir umhverfið og lífríkið.

Kosningar verða á íslandi eftir fimm mánuði. Fróðlegt verður að sjá hvaða stefnu flokkarnir marka sér um sjókvíaeldi hér við land. Náttúru og lífríki Íslands er ógnað af þessum mengandi iðnaði.