Bráðsmitandi sjúkdómar, lúsafár, mengun sem rennur beint í sjóinn, erfðablöndun við villta stofna og hörmuleg meðferð eldisdýranna sem drepast í stórum stíl.
Þessi iðnaður má ekki fá að vaxa hér við land.
„Sjúkdómurinn getur lifað í sjó og er því mikilvægt að bregðast snöggt við þar sem hætta er á að smit berist til annarra eldisstöðva, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þótt veiran hafi ekki áhrif á menn geta þeir borið hana og því einnig mikilvægt að öll starfsemin taki mið af því að koma í veg fyrir frekari smit.
Smit hafa í gegnum árin greinst á fiskeldisstöðvum fyrir atlantshafslax í Noregi, Skotlandi, Síle og Kanada.
Greinist slík ISA-veira á eldisstöð getur það haft veruleg áhrif á rekstur eldisstöðva, en grunur um smit dugar til þess að ekki sé heimilt að flytja afurð frá viðkomandi stöð til Kína, Ástralíu eða Nýja-Sjálands. Hvað Ástralíu varðar er einnig óheimilt að flytja þangað lax eða skylda fiska frá fiskeldisstöð sem er innan við 10 kílómetra frá þeirri stöð sem smit hefur greinst í.“