Meirihluti íbúa á Seyðisfirði vil ekki fá sjókvíaeldi í fjörðinn sinn. Staðan er nú sú að heimafólk hefur þurft að ráða sér lögmann til að verjast áformum fyrirtækis sem er nánast alfarið í norskri eigu. Það þykist vera að vinna samkvæmt gamalli umsókn um eldið en upphafleg gögn fyrirtækisins miðast hins vegar við allt annað en frummatsskýrslan sem félagið hefur lagt fram.
„VÁ! – félag um vernd fjarðar telur Fiskeldi Austfjarða ekki hafa farið að lögum við gerð frummatsskýrslu fyrir fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Lögfræðingar félagsins segja fullyrðingar fyrirtækisins um að eldið falli ekki undir nýleg lög um skipulag haf- og strandsvæða ekki standast þar sem eldissvæðum hafi verið fjölgað eftir að lögin tóku gildi. …
Í umsögn lögfræðings VÁ! segir að þessi tilgáta sé „frumleg en ekki rökstudd“ en lýst þeirri skoðun að eigi nýju lögin ekki við taki önnur lög um skipulag, svo sem hafnarlög við. Það þýði að annars vegar eigi sveitarfélagið óskorað skipulagsvald innan netlega, en framkvæmdirnar taki að hluta til svæða innan þeirra. Hins vegar sé allur fjörðurinn skilgreindur sem hafnarsvæði í reglugerð. Þetta tvennt tryggi skipulag sveitarfélagsins. …
Lögfræðingar VÁ! gera athugasemdir viðað upphafleg gögn fyrirtækisins hafi miðast við allt annað en frummatsskýrslan geri ráð fyrir. Í upphaflegri matsáætlun hafi verið gert ráð fyrri tveimur eldissvæðum en ekki fjórum. Loks í janúar 2019 hafi verið óskað eftir stækkun eldissvæðis í Sörlastaðavík og að nýtt svæði í Selstaðavík bættist við. Þessar breytingar hafi síðar verið dregnar til baka.
Þá benda þeir á að ekki verði séð að fjallað hafi verið um mögulegt eldi í Skálanesbót. Þetta þýði að frummatsskýrslan sé í verulegri andstöðu við endanlega matsáætlun sem fyrirtækið hafði áður lagt fram.“