Þetta eru skýr skilaboð til stjórnmálafólksins okkar. Við eigum að ganga af virðingu um umhverfið og lífríkið. Laxeldi í opnum sjókvíum ógnar náttúru Íslands:
„Næstum því helmingi fleiri eru neikvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en þeir sem eru jákvæðir. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir NASF, Verndarsjóð villtra laxastofna.
Alls sögðust 45 prósent aðspurðra mjög eða frekar neikvæð en tæp 23 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Tæpur þriðjungur sagðist hvorki vera jákvæður né neikvæður.“