Allur lax á Kol, ferskur, reyktur og grafinn, kemur úr landeldi.
200 mílur, sjávarútvegsblað Morgnblaðsins talaði við Sævar Lárusson, yfirkokk á Kol
Grafinn og reyktur lax er ómissandi hluti af kræsingum jólanna og gera jólamatseðlar Kols þessum hátíðarmat mjög góð skil. Reykta laxinn fær Kol hjá Reykhúsinu í Hafnarfirði enda segir Sævar að það þurfi helst að nota sérhæfðan reykofn til að reykja lax svo vel sé, en hann tekur það sérstaklega fram að allur lax á matseðlinum er fenginn úr sjálfbæru landeldi.
Að grafa lax er hins vegar öllu einfaldara. „Það tekur enga stund að útbúa laxinn en þarf auðvitað að bíða í tvo eða þrjá daga eftir að hann hefur verið hjúpaður. Má bregða á leik og gera tilraunir með alls konar krydd, og svo er líka upplagt að grafa aðrar fisktegundir í stuttan tíma fyrir eldun.“