Á undanförnum mánuðum hafa eldisfiskar sloppið úr sjókvíum og landkerjum Arctic Fish í sjóinn og fullorðnir eldislaxar strádrepist vegna skelfilegra laxalúsarplágu og bakteríusmits.
Allt er þetta hluti af sjókvíaeldi, sem er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Skaðar umhverfið og lífríkið og fer hræðilega með eldislaxana.
Vísir fjallaði athugun MAST á aðstæðum sem leiddu til slysasleppingarinnar:
Matvælastofnun telur að ekki hafi verið til staðar nægjanlegur mannskapur til að sinna fyrsta viðbragði í kjölfar stroks eldislax úr fiskeldisstoð Arctic Smolt ehf. í Norður-Botni þann 24. maí 2024. Samkvæmt Matvælastofnun voru aðeins tveir starfsmenn á svæðinu umrætt kvöld.
Í tilkynningu sem Matvælastofnun gaf frá sér í dag kemur fram að hún hafi tekið málið til rannsóknar í kjölfar tilkynningarinnar og að ákveðið hafi verið að fara í óboðað eftirlit á staðinn.
Það fór fram dagana þriðja og fjórða júní á þessu ári og snérist rannsóknin aðallega um það að yfirfara búnað stöðvarinnar vegna seinni varna í frárennsli til að koma í veg fyrir strok úr fiskeldisstöðinni. Þá fór einnig fram könnun á seltu vatns við frárennsli stöðvarinnar og hvort farið hafi verið eftir verklagsreglum stöðvarinnar í aðdraganda strokatburðarins.
„Matvælastofnun telur ljóst að fiskeldisstöð sé ekki útbúin með seinni vörnum í frárennsli úr niðurföllum á gólfi og seiði hafi því átt greiða leið úr stöðinni. Ljóst er að töluvert ferskvatn er fyrir utan stöð og líkur á að seiðin hafi lifað af og synt upp í Botnsá enda liðu rúmar fjórtán klukkustundir frá strokatburði þar til net voru lögð,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. …