Ár eftir ár er stórtap á þessum rekstri. Samanlagt nemur nú tap tveggja síðustu ára tæplega þremur milljörðum króna. Vísir greinir frá því að tap síðasta árs hafi verið 405 milljón króna. Árið áður var það 1.9 milljarðar.

Engu á síður hafa fáeinir einstaklingar malað gull á því að selja hlut sinn í félaginu til norska fiskeldisrisann Salmar, sem á nú orðið meirihlutann í því.

Það er rannsóknarefni að skoða lánveitingar og sölu á búnaði og þjónustu milli tengdra félaga í þessum rekstri.

„Eins og greint var frá um miðjan febrúar hefur norska laxeldisfyrirtækið SalMar eignast meirihluta í Arnarlaxi og mun í kjölfarið gera kauptilboð í allt félagið. Er félagið metið á um 21 milljarð króna.

SalMar jók hlut sinn í Arnarlaxi í 54,2 prósent úr 42 prósentum og keypti hlutinn á um 180 milljónir norskra króna, jafnvirði 2,5 milljarða króna.“