Norsku sjókvíaeldisrisarnir eru að ljúka skiptum sínum á Íslandi. Norska móðurfélag Arnarlax, Salmar, hefur lagt fram kauptilboð í norska félagið sem á stærsta hlutinn í Arctic Fish, hitt stóra sjókvíaeldisfyrirtækið á Vestfjörðum. Stefnir því að þar verði innan skamms allsráðandi eitt stórt fyrirtæki í þessum iðnaði.
Sama hefur nú þegar gerst á Austfjörðum. Norskt móðurfélag Laxa keypti í fyrra meirihluta í Fiskeldi Austfjarða.
Samkvæmt frétt Stundarinnar:
„Í tilkynningunni til kauphallarinnar kemur fram að ein af rökunum fyrir mögulegum kaupum Salmar á Norway Royal Salmon séu samlegðaráhrif og stærðarhagkvæmni sem leitt geti til minnkaðs kostnaðar hjá hinu sameinaða félagi.
Mögulegur samruni Arnarlax og Arctic Fish er nefndur sérstaklega: „Mögulegur samruni Icelandic Salmon [Arnarlax] (sem Salmar á) og Arctic Fish (sem Norway Royal Salmon á) sem starfa bæði á Vestfjörðum á Íslandi, mun geta leitt til aukinnar samvinnu í á sjó og landi, meðal annars til bættar virðiskeðju á landi í meðal annars seiðaeldi, vinnslu og markaðssetningu,“ segir í tilkynningunni.
Ef viðskiptin ganga eftir þýðir það í reynd að á Íslandi, nánar tiltekið á Vestfjörðum, yrði til eitt stórt laxeldisfyrirtæki úr þessum tveimur, Arnarlaxi og Arctic Fish.“