Í könnun sem Gallup birti í sumar kemur fram að 80 prósent þeirra sem hyggjast kjósa Viðreisn eru neikvæð í garð sjókvíaeldis. Aðeins 9 prósent eru jákvæð, 11 prósent taka ekki afstöðu.

Andstaða stuðningsfólks Viðreisnar er enn meiri en meðaltalið, 65,4% eru á móti þessum iðnaði, 13,9 prósent fylgjandi og rest óákveðin.

Furðulegt er að lesa um fyrirvaralausan stuðning formanns flokksins við þennan skaðlega iðnað í fjölmiðlum. Hvernig er sambandið eiginlega við mögulega kjósendur þegar svona mikið ber á milli?