Við vekjum athygli á þessari grein í Heimildinni. Þar kemur fram að Hnýfill á Akureyri og Betri vörur á Ólafsfirði bjóða eingöngu upp á reyktan og grafinn lax úr landeldi.
Önnur fyrirtæki eru með sjókvíaeldislax í framleiðslu sinni.
Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.
Skaðar umhverfið og lífríkið og fer hræðilega með eldislaxana.
Tvö fyrirtæki á Íslandi nota bara lax úr landeldi í framleiðslu sína á reyktum og gröfnum laxi. Slíkur lax er vinsæll á veisluborðum Íslendinga yfir hátíðarnar og borða margir þessar vörur á milli jóla og nýárs: Reykta laxinn gjarnan með eggjahræru og grafna laxinn með þar til gerðri sósu ofan á brauð. Þessi fyrirtæki eru Hnýfill á Akureyri og Betri vörur á Ólafsfirði.