Við viljum benda lesendum á að þessi slappi ASC stimpill er ekki fyrir fyrirtæki í heild heldur stök sjókvíaeldissvæði sem þau eru með í rekstri. Þannig geta fyrirtækin verið með allt niðrum sig á öllu nema einu svæði (sjúkdómar, dauði, lús, eitranir og sleppingar) en haldið vottun á þessu eina.

Þetta er sorglegur grænþvottur þar sem er verið að blekkja neytendur.

Morgunblaðið segir allt aðra sögu, enda er hún komin úr tilkynningu frá grænþvottahúsinu sjálfu:

ASC-vott­un­in (Aquacult­ureStewards­hip Council) er ein kröfu­h­arðasta gæða- og um­hverf­is­vott­un­in í mat­vælaiðnaðinum. Staðall­inn var þróaður af Alþjóðal­ega nátt­úru­vernd­ar­sjóðnum (World Wild­li­fe Fund) og vott­ar fram­lag fram­leiðenda um sjálf­bæra og ör­ugga starfs­hætti, dýra­vel­ferð og vernd­un nærliggj­andi vist­kerfa.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Kald­vík­ur að vott­un­in snúi einnig meðal ann­ars að þeim skrefum sem fisk­eld­is­fyr­ir­tæki taki til þess að lág­marka áhrif á nær­liggj­andi vist­kerfi með sér­stakri áherslu á fram­lag til þess að draga úr hættu á slysaslepp­ingum úr kví­um, sjúk­dóms­hættu og meng­un við kví­arn­ar.