Við viljum benda lesendum á að þessi slappi ASC stimpill er ekki fyrir fyrirtæki í heild heldur stök sjókvíaeldissvæði sem þau eru með í rekstri. Þannig geta fyrirtækin verið með allt niðrum sig á öllu nema einu svæði (sjúkdómar, dauði, lús, eitranir og sleppingar) en haldið vottun á þessu eina.
Þetta er sorglegur grænþvottur þar sem er verið að blekkja neytendur.
Morgunblaðið segir allt aðra sögu, enda er hún komin úr tilkynningu frá grænþvottahúsinu sjálfu:
ASC-vottunin (AquacultureStewardship Council) er ein kröfuharðasta gæða- og umhverfisvottunin í matvælaiðnaðinum. Staðallinn var þróaður af Alþjóðalega náttúruverndarsjóðnum (World Wildlife Fund) og vottar framlag framleiðenda um sjálfbæra og örugga starfshætti, dýravelferð og verndun nærliggjandi vistkerfa.
Fram kemur í tilkynningu Kaldvíkur að vottunin snúi einnig meðal annars að þeim skrefum sem fiskeldisfyrirtæki taki til þess að lágmarka áhrif á nærliggjandi vistkerfi með sérstakri áherslu á framlag til þess að draga úr hættu á slysasleppingum úr kvíum, sjúkdómshættu og mengun við kvíarnar.