Norsk sjókvíaeldisfyrirtæki þurfa að undirbúa nú þegar að færa starfsemi sína í lokuð kerfi þar sem tryggt er að hvorki fiskur, lús né sjúkdómar berist í umhverfið.

Þetta er framtíðarsýnin sem Ola Elvestuen, fyrrverandi umhverfsráðherra Noregs og núverandi þingmaður á Stórþinginu, boðar í viðtali við Dagens Næringsliv. Ekki er hæt að bíða lengur til að grípa til aðgerða til að vernda villta laxinn segir hann.

Á sama tíma hefur stjórnmálahreyfing hér á landi, sem kennir sig við náttúruvernd, verið að reyna að koma í gegn löggjöf á Alþingi sem tryggir sjókvíaeldisfyrirtækjunum mikinn vöxt á komandi árum byggt á úreltu opnu netapokatækninni. Ótrúlegt en satt.

Góðu heilli var því stórslysi afstýrt í vor. Og ef eitthvað er að marka orð VG um að leita í ræturnar þá reiknum við eindregið með að flokkurinn gangi í lið með okkur sem fyllum hóp 65,4 prósent þjíóðarinnar sem vill ekki náttúruspjöll þessa mengandi iðnaðar. Aðeins 13,9 prósent styðja þessa vitleysu.

Frétt DN má lesa hér. (áskriftar krafist)