Þetta er hin grafalvarlega staða. Villti laxinn á erfitt og við erum að gera tilveru hans enn þá verri með því að leyfa laxeldi í opnum sjókvíum.

Ef lagareldisfrumvarp VG verður samþykkt munu þingmennirnir sem að því standa missa varanlega allan trúverðugleika þegar kemur að vernd náttúru og lífríkis.

Fjallað er um ráðstefnu Six Rivers sem haldin er á Vopnafirði á vef Morgunblaðsins:

Staða lax­ins er ekki bara al­var­leg. Hún er grafal­var­leg, eins og kom glögg­lega fram í máli doktor Rasmus Lauridsen sem er vís­indamaður staðsett­ur á Vopnafirði og sinn­ir rann­sókn­um fyr­ir SRI. Hann benti á að heild­ar­stofn Atlants­haflax­ins væri í dag um helm­ing­ur af því sem hann var um síðustu alda­mót. Á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar hafi ríf­lega sex millj­ón­ir laxa verið í Atlants­hafi á fæðuslóð frá hinum ýmsu lönd­um, einkum í Evr­ópu. Í dag er þessi tala áætluð ríf­lega tvær millj­ón­ir ein­stak­linga. Síðustu tvo ára­tug­ina hef­ur stofn­inn minnkað um helm­ing.

Á sama tíma hef­ur veiði í sjó snar­minnkað og er nú ekki nema brot af því sem var þegar hún var mest stunduð.

Á ráðstefn­unni koma sam­an all­ir helstu hagaðilar, bæði heima­menn og aðrir inn­an­lands auk fremstu laxa­sér­fræðinga frá Íslandi, Nor­egi og Bretlandi. Fjallað verður um hnign­un laxa­stofns­ins hvarvetna við Norður-Atlants­haf, en stærð stofns­ins er kom­in niður í fjórðung af því sem var á átt­unda ára­tugn­um.

Horft verður til aðgerða Six Ri­vers Ice­land til að vernda og styðja við af­komu lax­ins hér í ljósi þess­ar­ar alþjóðlegu hnign­un­ar og nýrra þátta sem ógna af­komu stofns­ins – með áherslu á fyr­ir­liggj­andi verk­efni um að bjarga lax­in­um frá brún út­rým­ing­ar,“ sagði í kynn­ingu á SRI ráðstefn­unni og eins og nefnt er þarna er lax­inn á brún­inni í stóra sam­heng­inu. Vissu­lega eru ein­stök lönd eins og Ísland bet­ur stödd en ná­grann­ar okk­ar en línu­rit­in eru á niður­leið sama hvaða þætt­ir máls eru skoðaðir.